kynning

Dýrmætt að leita til fagfólks

KYNNING - Þau María Hlín Eyjólfsdóttir og Gunnar Ásmundsson urðu bestu vinir og æfingafélagar eftir að hafa kynnst í Heilsulausnum. Síðan hafa þau att stöðugu kappi hvort við annað í æfingasalnum.

María Hlín Eyjólfsdóttir og Gunnar Ásmundsson við æfingar í Heilsuborg. Þau hafa gleði, húmor og jákvæðni að vopni við æfingarnar og hlakka alltaf til að mæta. MYND/EYÞÓR

Við María vorum sífellt í keppni og skoruðum á hvort annað að losa okkur við eitt kíló á mánuði í tíu mánuði. Það var létt og skemmtileg keppni með tilheyrandi stuðningi og hvatningu, en líka góðum skammti af stríðni því María reyndi að bregða fyrir mig fæti með því að gefa mér páskaegg!“ segir Gunnar og skellir upp úr.

María hlær líka að minningunni. „Við Gunnar erum orðin bestu vinir og æfingafélagar og það er dýrmætt að eiga stuðning hans vísan.“

Missti 14 kíló fyrsta árið

María skráði sig í Heilsulausnir árið 2012 og Gunnar ári seinna. Áður hafði Gunnar prófað karlapúl og María reynt að borða hollt og fara í göngutúra en allt gekk það brösuglega.

„Ég var með krónískan haus- og hálsverk, þjáðist af alls kyns líkamlegum kvillum, var orðin alltof þung og ósátt við sjálfa mig,“ útskýrir María.

Gunnar var í svipuðum sporum.

„Ég var orðinn alltof þungur, átti erfitt um gang upp brekkur og leið alls ekki vel. Ég fann að ég þurfti að gera eitthvað í mínum málum, fann heilsuna versna ár frá ári og setti þetta upp þannig að ég þyrfti að mæta í Heilsuborg eins og vinnuna mína. Ég vissi líka að eftir hefðbundinn vinnudag hefði ég ekki annað að gera en að koma heim og setjast fyrir framan sjónvarpið,“ segir Gunnar.

Bæði eru sammála um að Heilsulausnir hafi breytt lífi þeirra til hins betra og árangurinn kom fljótt í ljós.

„Fljótlega minnkaði hausverkurinn, sem og aðrir verkir, og kílóin fuku eitt af öðru. Ég fann hvernig ég varð heilbrigðari, hraustari og sterkari,“ segir María og Gunnar missti fjórtán kíló fyrsta árið.

„Árangurinn kom svakalega fljótt,“ segir hann. „Og þolið varð allt annað. Það hefði aldrei hvarflað að mér að ég ætti nokkurn tímann eftir að spretta úr spori, hvað þá að hlaupa maraþon, eins og ég gerði á fyrsta árinu.“

Frábærir kennarar og þjálfarar

Þau María og Gunnar segja fræðslu og fyrirlestra um næringu og heilsufar hafa skipt miklu í Heilsulausnum, en einnig frábærir kennarar og skemmtilegur félagsskapur.

„Stór hluti af mínum árangri var fræðslan, félagsskapurinn og aðhaldið. Mér þótti dýrmætt að geta leitað til fagfólks um hjálp. Fyrsta árið fór ég samviskusamlega eftir öllum fyrirmælum og gerði það sem mér var sagt. Smátt og smátt varð hollur kostur að einföldum valkosti og svo bættist við aukin hreyfing. Þannig er ég nú farin að hjóla og fara í fjallgöngur á sumrin, uppsker einskæra ánægju við að hreyfa mig og finn hvað ég er öll orðin glaðari, hraustari og heilbrigðari,“ segir María.

Gunnar tekur undir orð Maríu.

„Það kom ánægjulega á óvart hvað kennararnir voru frábærir, félagsþátturinn sterkur og andrúmsloftið glaðlegt og þægilegt. Í Heilsuborg er tekið vel utan um fólk frá fyrsta degi og þar eru allir jafnir. Fólk er kannski misjafnlega vel á sig komið en allir geta verið með í æfingum og lögð er áhersla á að við vinnum eins og líkami okkar segir til um. Heilsufar og líkamlegt ástand er skoðað með ýmsum mælingum og fræðslan náði strax vel til manns. Þetta varð strax gaman og ég hlakka alltaf til að fara í Heilsuborg. Því fylgir eintóm ánægja,“ segir Gunnar.

María er sammála Gunnari, en bæði fengu þau Ingu Maríu Baldursdóttur, íþrótta- og heilsufræðing, sem þjálfara í Heilsulausnum.

„Inga María og Marianna Csillaq hjúkrunarfræðingur eiga báðar hrós skilið fyrir minn árangur og ég er enn í sambandi við Ingu Maríu ef ég þarfnast hjálpar. Í Heilsuborg er sannarlega tekið vel á móti manni og hugarfarið þar er jákvætt. Það er engin pressa á að klára þetta á tveimur mánuðum, heldur er viðhorfið að við gerum þetta saman og í rólegum skrefum,“ segir María.

Báðum hefur gengið vel að viðhalda góðum árangri.

„Auðvitað getur maður sveiflast til en það var lögð áhersla á að það væru ekki hundrað í hættunni þótt maður dytti stundum út. Maður hefði alltaf tök á að byrja aftur,“ segir Gunnar sem farinn er að stand­ast betur freistingu bingókúlupokans sem voru verðlaun hans um helgar.

„Í honum leyndust 600 hitaeiningar sem ég gerði mér engan veginn grein fyrir. Maður fær mikla fræðslu og stuðning við mataræði og matarskammta og þótt ég sé lærður í matvælaiðnaði hef ég nú lært að ýmislegt sem maður taldi alls ekki óhollt er samt ansi drjúgt.“

Gleði og jákvæðni mikilvæg

María segist strax hafa ákveðið að taka gleðina með sér í Heilsuborg.

„Fyrstu skrefin voru svolítið erfið en ég ákvað að hafa alltaf gaman. Án gleðinnar hefði þetta eflaust orðið erfiðara en með jákvæðu hugarfari þótti mér hreinlega gaman að skipta út einu hráefni fyrir annað og minnka matarskammtana. Ég hef nefnilega lært að það er hægt að borða hollt en of mikið af því. Nú borða ég 80 prósent hollt en ég hef aldrei farið út í öfgar og á minn nammidag um helgar og fer í veislur til að njóta.“

Gunnar segir lykilinn að því að viðhalda árangrinum að stunda hreyfingu og hugsa um mataræðið.

„Það dugar ekkert hálfkák og maður þarf að vera heilshugar í heilsuræktinni en taka það allt með skynsemi og gleði. Það er líka einstakt að hafa eignast æfingafélaga eins og Maríu því í honum fær maður mikilvægan stuðning og hvatningu. Ég lít á tímann sem ég ver í Heilsuborg sem gott veganesti til fullorðinsáranna og að með heilsuræktinni sé ég að safna á sparireikning,“ segir Gunnar.

María segir gott veganesti fyrir byrjendur að hafa jákvæðni og gleði að leiðarljósi og að hugurinn þurfi að fylgja með.

„Maður þarf að vilja þetta alla leið. Og maður þarf á faglegri hjálp að halda til að ná raunverulegum árangri til frambúðar. Maður gerir þetta ekki einn. Ekki í mínu tilfelli.“

Kynningarfundur um Heilsulausnir verður í Heilsuborg í dag, þriðjudaginn 13. mars klukkan 17.30. Fundurinn er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Nánari upplýsingar eru á heilsuborg.is/heilsulausnir. Hægt er að kaupa námskeiðið á vefnum. Heilsuborg er á Bíldshöfða 9. Sími 560 1010. Sjá heilsuborg.is

María og Gunnar taka vel á því saman í Heilsuborg og etja kappi við hvort annað, en María reyndi að bregða fæti fyrir Gunnar með því að gauka að honum páskaeggi í kílóakeppni þeirra á milli. MYND/EYÞÓR

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

kynning

Hundakæti – óritskoðuð dagbók

kynning

Bók opnar dyr inn í aðra heima

kynning

Jólagjöfin hennar fæst hjá Hrafnhildi

Auglýsing

Nýjast

Fékk alvarlegar hótanir og lögregla vaktaði húsið

Kim við Dra­ke: „Aldrei hóta eigin­manninum mínum“

ESB-bol Þor­gerðar Katrínar mis­vel tekið á þingi

Pólitískur undir­tónn í ein­stakri fata­línu Myrku

Breska konungs­fjöl­skyldan birtir jóla­korta­myndirnar

Blómin tala sig upp í met­sölu með Flóru Ís­lands

Auglýsing