Skemmti­krafturinn Eva Ruza Miljevic og móðir hennar Lauf­ey Miljevic voru spurðar spjörunum úr í hlaðvarpinu Heitt á könnunni með Ása.

Ási spyr mæðgurnar hversu vel þær þekkjast og miðað við það hversu mörgu þær svara réttu virðast þær afar nánar.

Sem dæmi spyr Ási Lauf­eyju hvað Eva ætlaði að verða þegar hún yrði stór: „Fræg,“ svarar Lauf­ey og hlær:„En ekki sem fiðlu­leikari eða ballett­dansari.“

„Ég vissi ekki hvernig fræg,“ bætti Eva við og að þetta hafi verið ansi fyndinn framtíðardraumur.

Mæðgurnar ráku blóma­verslunina Ís­blóm til fjölda ára. Þær seldu hana nýlega og hlakkar mikið til nýrra og spennandi tíma eins og að halda fyrstu jólin saman.

Hlað­varps­þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan.