Victoria Beckham segir í viðtali við This Morning í dag að rauðvínsdrykkja sé mikilvægur þáttur í því að halda sér í formi.

Posh Spice drekkur þó ekki eingöngu rauðvín. „Mikið vatn. Aðalatriðið er að drekka mjög mikið vatn.“

„Og svo segi ég sjálfri mér að það sé mjög gott að drekka rauðvín. Ég heyrði það að minnsta kosti einu sinni og ég held að það hafi verið einhver vínsali sem sagði það í viðtali,“ segir Victoria og hlær. „Og ég er hrifin! Svo ég segi að það sé mikilvægt inn í jöfnuna líka.“

Victoria, sem var eitt sinn dansari, segist elska að fara í ræktina. „Ég ætlaði að verða dansari að aðalstarfi en svo breyttist allt. Líkamsrækt og dans hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Ég elska það. Ég set á tónlist og ég dansa og mér líður stórkostlega. Ég held að það sé mjög mikilvægt að finna líkamsrækt sem þér finnst skemmtileg.“