Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner virðist vera að lifa sínu allra besta lífi í skíðaferðalagi með dóttur sinni Stormi Webster. Mæðgurnar láta kuldann ekkert á sig fá og hafa ófáar myndir birst af ævintýrum þeirra síðustu daga.

Stöllurnar virðast njóta þess að leika sér í snjónum þar sem þær ýmist skíða, renna sér á snjóbretti eða fara í göngutúra í töfrandi landslaginu. Þegar útiverunni lýkur hlýja þær sér við heitan arineld en um er að ræða lúxus ferð eins og Kylie einni er lagið.

Hér má sjá mæðgurnar í stíl.
Mynd/Instagram

Merkjavörur í vetrarkuldanum

Mæðgurnar eru þó ekki einar á ferð en ásamt þeim er vinkona Kylie, Yris Palmer og dóttir hennar. Þær hafa báðar keppst við að birta ógrynni af myndum af ferðinni þar sem meðal annars má sjá frumlegan vetrarfatnað í dýrari kantinum. Öllum merkjavörum er flaggað í ferðinni og það má segja að vinkonurnar hafi aldrei litið betur út.

Yris Palmer og Kylie Jenner voru líka í stíl.
Mynd/Instagram
Kylie skálar með Chanel eyrnaskjól.
Mynd/Instagram
Hugljúfar fjölskyldustundir í vetrarparadís.
Mynd/Instagram
View this post on Instagram

I can’t handle this 😫😍❄️🏂

A post shared by Kylie ✨ (@kyliejenner) on