Eitt smekklegasta heimili landsins er komið á sölu en það er í eigu Huldu Finsen annars eiganda húsgagna og lífsstílsverslunarinnar Módern í Faxafeni.

Húsið er tæplega 400 fermetrar að stærð og er í Eskiholti í Garðabæ. Heimili Helgu er draumi líkast og augljóst að hún hefur næmt auga fyrir hönnun og stíl líkt og verslun hennar ber með sér.

Allt húsið er einstaklega vandað, hönnun þess og innréttinga er í senn fáguð og tímalaus. Eskiholtið er í einstökum gæðaflokki, stofan er björt, eldhúsið mátulega stórt, inn af hjónaherbergi er endurgert fataherbergi og á baði er innbyggður saunaklefi. Garðurinn er skjólgóður, þar er heitur pottur og stór sólríkur pallur.

Húsið er í Hnoðraholtshæðinni í Garðabæ, þaðan er magnað útsýni svo langt sem augað eygir og á góðviðrisdögum sést Snæfellsjökull greinilega.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Fréttablaðsins HÉR