Lífið

Draumahöll Huldu í Módern til sölu

Eitt dásamlegasta heimili landsins er komið á sölu. Einstakt einbýli í Eskiholti í Garðabæ á 145 milljónir, sannkallað augnakonfekt eins og sjá má á myndunum.

Hulda Finsen rekur húsgagnaverslunina Módern í Faxafeni hún er mikill fagurkeri líkt og heimili hennar ber með sér. Hús hennar í Garðabæ er komið á sölu og kostar 145 milljónir. Fréttablaðið/Samsett

Eitt smekklegasta heimili landsins er komið á sölu en það er í eigu Huldu Finsen annars eiganda húsgagna og lífsstílsverslunarinnar Módern í Faxafeni.

Húsið er tæplega 400 fermetrar að stærð og er í Eskiholti í Garðabæ. Heimili Helgu er draumi líkast og augljóst að hún hefur næmt auga fyrir hönnun og stíl líkt og verslun hennar ber með sér.

Virkilega fallegt heimili sem er smekklega innréttað þar sem framúrstefnuleg og tímalaus hönnun mynda samhljóma heild. Fréttablaðið/Fasteignaljosmyndun.is

Allt húsið er einstaklega vandað, hönnun þess og innréttinga er í senn fáguð og tímalaus. Eskiholtið er í einstökum gæðaflokki, stofan er björt, eldhúsið mátulega stórt, inn af hjónaherbergi er endurgert fataherbergi og á baði er innbyggður saunaklefi. Garðurinn er skjólgóður, þar er heitur pottur og stór sólríkur pallur.

Húsið er í Hnoðraholtshæðinni í Garðabæ, þaðan er magnað útsýni svo langt sem augað eygir og á góðviðrisdögum sést Snæfellsjökull greinilega.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Fréttablaðsins HÉR

Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is
Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is
Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is
Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is
Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is
Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is
Fréttablaðið/Fasteignavefur
Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is
Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is
Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is
Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is
Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is
Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is
Fréttablaðið/fasteignaljosmyndun.is

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Sögufrægt einbýli á 250 milljónir

Lífið

Ráðherra selur glæsivillu

Lífið

YouTu­be-par fagnaði ástinni hér á Fróni

Auglýsing

Nýjast

​Friðrik Ómar, Tara og Kristina áfram í úrslit

Dor­rit hæst­á­nægð með Nan­cy Pelosi

Borgar­full­trúi pirrar sig á RÚV appinu

Allir flokkar sýndir í beinni eftir mót­mæli Hollywood

Raddirnar verða að heyrast

Hanna flíkur úr ó­nýttum efna­lagerum

Auglýsing