Guðrún Helga Sørtveit, Trendnetbloggari og förðunarfræðingur, og kærasti hennar, Steinar Örn Gunnarson, eignuðust sitt annað barn 12. október síðastliðinn.

„Draumadrengurinn okkar mætti í heiminn með hraði 12.10.22. Við erum að springja úr þakklæti og hamingju,“ skrifar Guðrún á Instagram við fallega mynd af hvítvoðungnum.

Fyrir á parið eina dóttur, Áslaugu Rún, sem fæddist á Valentínusardaginn árið 2020.

Lífið á Fréttablðinu óskar fjölskyldunni hamingjuóskir með viðbótina!