Lífið

Drag­drottning í hlut­verki Fjall­konunnar á 17. júní

Gógó Starr mun fyrsta allra drag­drottninga fara með hlut­verk Fjall­konunnar á 17. júní, næsta sunnu­dag.

Gógó er vafalaust ein þekktasta dragdrottning landsins. Mynd/ Lilja Draumland

Íslenska dragdrottningin Gógó Starr mun skella sér í hlutverk Fjallkonunnar á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Gógó mun prýða hefðbundin íslenskan skautbúning í skrúðgöngunni í Reykjavík.

„Ég verð bara Fjallkonan í skrúðgöngunni og það er önnur sem verður uppi á sviði og les ljóð. Þetta er eitt skref í einu,“ segir Gógó í samtali við Fréttablaðið. „Það eru nokkrar athugasemdir sem við höfum fengið sem eru neikvæðar, en flest viðbrögð hafa verið mjög jákvæð. Fólkið í búningaleigunum var ekkert nema jákvætt, ég greip bara frekar seint í taumana og þeir búningar sem voru eftir voru flestir of litlir á mig,“ segir Gógó, en henni gekk brösuglega að finna skautbúning í tæka tíð.

Gógó segir það tímamót að dragdrottning fari með hlutverk Fjallkonunnar Mynd/ Lilja Draumland

Gógó er ein þekktasta dragdrottning Íslands. Hún hefur þrisvar sinnum farið í sýningarferðalag um Bandaríkin, og stefnir á að fara í Evróputúr ásamt Margréti Erlu Maack. Hún er einn stofnanda Drag-Súgs og framleiðir tvær af stærstu dragsýningum Íslands í hverjum mánuði, Drag-Súg og Drag-Lab. „Ég verð þarna í skrúðgöngunni með skátunum og lúðrasveitinni og ætla reyna koma fyrir nokkrum konfettibombum og glimmeri.“

Þetta er í fyrsta sinn sem dragdrottning mun koma fram sem dragdrottning í Reykjavík, en transkona fór með hlutverkið í Hafnarfirði í fyrra. „Þetta verður frábært. Þetta er einstakt tækifæri og ákveðin tímamót í samþykkt hinsegin fólks og hinsegin menningar. Mér finnst þetta einstaklega skemmtilegt og er mjög stoltur að vera hluti af þessu,“ segir Gógó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Fjöl­margir flýja Ís­lenskar sam­særis­kenningar

Lífið

James Cor­d­en og Ariana Grande flytja óð til Titanic

Menning

Veröldin getur alltaf á sig blómum bætt

Auglýsing

Nýjast

Fjórgift þremur mönnum, þarf ekki einn til viðbótar

Varð af milljónum eftir hrika­legt klúður í spurninga­þætti

Samdi lítið lag á kassagítar til dóttur sinnar

Sund­­­ið nær­­­ir lík­­­am­­­a og sál

Costco-vínar­brauðið myglaði eftir þrjá mánuði

„Erfitt að leggja af þegar ég er edrú“

Auglýsing