Lífið

Drag­drottning í hlut­verki Fjall­konunnar á 17. júní

Gógó Starr mun fyrsta allra drag­drottninga fara með hlut­verk Fjall­konunnar á 17. júní, næsta sunnu­dag.

Gógó er vafalaust ein þekktasta dragdrottning landsins. Mynd/ Lilja Draumland

Íslenska dragdrottningin Gógó Starr mun skella sér í hlutverk Fjallkonunnar á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Gógó mun prýða hefðbundin íslenskan skautbúning í skrúðgöngunni í Reykjavík.

„Ég verð bara Fjallkonan í skrúðgöngunni og það er önnur sem verður uppi á sviði og les ljóð. Þetta er eitt skref í einu,“ segir Gógó í samtali við Fréttablaðið. „Það eru nokkrar athugasemdir sem við höfum fengið sem eru neikvæðar, en flest viðbrögð hafa verið mjög jákvæð. Fólkið í búningaleigunum var ekkert nema jákvætt, ég greip bara frekar seint í taumana og þeir búningar sem voru eftir voru flestir of litlir á mig,“ segir Gógó, en henni gekk brösuglega að finna skautbúning í tæka tíð.

Gógó segir það tímamót að dragdrottning fari með hlutverk Fjallkonunnar Mynd/ Lilja Draumland

Gógó er ein þekktasta dragdrottning Íslands. Hún hefur þrisvar sinnum farið í sýningarferðalag um Bandaríkin, og stefnir á að fara í Evróputúr ásamt Margréti Erlu Maack. Hún er einn stofnanda Drag-Súgs og framleiðir tvær af stærstu dragsýningum Íslands í hverjum mánuði, Drag-Súg og Drag-Lab. „Ég verð þarna í skrúðgöngunni með skátunum og lúðrasveitinni og ætla reyna koma fyrir nokkrum konfettibombum og glimmeri.“

Þetta er í fyrsta sinn sem dragdrottning mun koma fram sem dragdrottning í Reykjavík, en transkona fór með hlutverkið í Hafnarfirði í fyrra. „Þetta verður frábært. Þetta er einstakt tækifæri og ákveðin tímamót í samþykkt hinsegin fólks og hinsegin menningar. Mér finnst þetta einstaklega skemmtilegt og er mjög stoltur að vera hluti af þessu,“ segir Gógó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Góð stemning yfir leiknum í Lundúnum

Lífið

Mannlegi Ken nærist á dýrindis kakkalakkamjólk

Kynningar

Ljómandi hraust og fögur húð

Auglýsing

Nýjast

Kynningar

Flestir vilja eldast með reisn

Lífið

Aoki kastaði kökum í mannhafið

Lífið

Djússeðill fyrir klúbbinn í sumar

Lífið

Búast við góðri stemningu í Hljóm­skála­garðinum

Lífið

Drottningin opnar sig um sjálfs­víg litlu systur sinnar

Lífið

Hjálpar fólki með húðina

Auglýsing