Drag­drottningarnar Shangela, Bob the Drag Qu­een og Eureka O‘Hara koma til með að vera með sinn eigin raun­veru­leika­þátt á banda­rísku sjón­varps­stöðinni HBO en sjón­varps­stöðin til­kynnti þetta fyrr í dag.

Drottningarnar vöktu fyrst at­hygli í raun­veru­leika­þáttunum Ru­P­aul‘s Drag Race en Shangela keppti í þátta­röð tvö og þrjú, Bob the Drag Qu­een sigraði í þátta­röð átta og Eureka keppti í þátta­röð níu og tíu. Þá kepptu Shangela og Eureka einnig í Drag Race All Stars þar sem vin­sælustu drottningar síðustu þátta­raða kepptu á móti hvor annarri.

Drottningarnar hafa verið verulega vinsælar meðal áhorfenda RuPaul's Drag Race.
Fréttablaðið/Getty

Sam­kvæmt frétt En­terta­in­ment We­ekly munu drottningarnar ferðast til ýmsa smá­bæja í Banda­ríkjunum og um­breyta í­búum í drag­drottningar í eitt kvöld. Þættirnir, sem heita We‘re Here, verða sex talsins og hefja göngu sína næsta vor.

„Við erum svo á­nægð að sýna á­horf­endum okkar um­breytingar­kraft list­formsins,“ sagði að­stoðar­dag­skrár­gerðar­stjóri HBO, Nina Rosen­stein, í til­kynningu og bætti við að drag snerist um tjáningu og sjálfs­traust.