Bandaríska spjallþáttaröðin Dr. Phil mun senn kveðja skjáinn eftir að upptökum lýkur á 21 þáttaröðinni.
Þáttastjórnandinn Phil McGraw segir í yfirlýsingu til miðilsins People að hann sé þakklátur eftir að hafa fengið að vera á skjáum landsmanna síðastliðin 25 ár og lýsir hann ferlinum sem frábærum kafla í lífi hans.
McGraw sem er nú 72 ára, skrifaði undir fimm ára samning við sjónvarpsstöðina CBS árið 2018 og er sá samningur senn ár enda.
„Þættirnir hafa hjálpað þúsundi gesta og fleiri milljón áhorfenda í gegnum allt frá fíknivanda, hjónabandserfiðleikum, geðheilbrigði og barnauppeldi,“ segir McGraw sem segist hvergi nærri hættur.
Ferill Dr. Phil hóst árið 1996 þegar hann varð fastagestur í þáttum spjallþáttadrottningarinnar Oprah Winfrey en þættirnir undir hans nafi hófust árið 2002. McGraw segist hafa sent Opruh árlega þakkarkveðju í 25 eða 26 ár þar sem hún á þátt á velgengi hans.