Bandaríski stórleikarinn Woody Harrelson ritaði norður-írsku ungabarni skemmtilegt ljóð á Twitter í vikunni.

Aðdragandi málsins er mynd sem móðir barnsins, birti af dótturinni ásamt mynd af leikaranum. Móðirin ritaði: Hvernig í ósköpunum er dóttir mín alveg eins og Woody Harrelson?“

Myndbirtingin vakti mikil viðbrögð og mörg þúsund manns líkuðu við hana. Að lokum rataði málið til Harrelson sjálfs sem brást við með að rita lítið ljóð, sem hann kallaði: Óðinn til Coru.

Á ensku er ljóðið svona: „You‘re an adorable child, flattered to be compared, you have a wonderful smile, I just wish I had your hair.“

Á íslensku er beinþýðingin á þessa leið: „Þú ert yndislegt barn, og ég er heiðraður af líkingunni, þú hefur dásamlegt bros, en ég bara vildi að ég hefði hárið þitt.“

Woody Harrelson er fæddur árið 1961. Hann er bæði leikari og leikskáld og hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna á farsælum ferli. Meðal hans þekktustu verka er The People vs. Larry Flynt sem aflaði honum tilnefningar til Óskarsverðlauna, The Messenger og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri.

Á íslensku er beinþýðingin á þessa leið: „Þú ert yndislegt barn, og ég er heiðraður af líkingunni, þú hefur dásamlegt bros, en ég bara vildi að ég hefði hárið þitt.“
Woody Harrelson er fæddur árið 1961. Hann er bæði leikari og leikskáld og hefur verið tilnefndur til fjölda verðlauna á farsælum ferli. Meðal hans þekktustu verka er The People vs. Larry Flynt sem aflaði honum tilnefningar til Óskarsverðlauna, The Messenger og Three Billboards Outside Ebbing, Missouri.