Deyjah Har­ris er hætt að fylgja föður sínum, rapparanum T.I, á Insta­gram og þá er hún einnig hætt að fylgja öðrum fjöl­skyldu­með­limum líkt og Tiny og Zonniqu­e Pullins, að því er fram kemur á vef E News.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá sagði faðir hennar stoltur frá því í nýjum hlað­varps­þætti á dögunum að hann sendi dóttir sína, sem er á­tján ára gömul, í svo­kallaða meyjar­hafts­skoðun til kven­sjúk­dóma­læknis. Það gerði hann til að tryggja að hún væri enn „ó­spjölluð.“

„Beint eftir af­mælið, þá fögnum við...svo venju­lega daginn eftir þegar hún er að njóta gjafanna, set ég lím­miða á hurðina: „kven­sjúk­dóma­læknir á morgun klukkan 9:30,“ sagði rapparinn meðal annars.

Um­mælin hafa vægast sagt verið afar um­deild og hafa ýmsir sér­fræðingar, þar með talið Sigga Dögg, bent á að hug­myndir rapparans um meyjar­haftið séu úr lausu lofti gripnar. „Ég get sagt að á á­tján ára af­mælinu hennar er meyjar­haftið enn heilt,“ sagði rapparinn meðal annars.

Deyjah hefur ekki tjáð sig opin­ber­lega um um­mæli föður síns. Hún hefur hins vegar brugðist við með ýmsum hætti, eins og að hætta að fylgja föður sínum á sam­fé­lags­miðlum. Ekki hefur komið fram ná­kvæm­lega hve­nær hún hætti að fylgja honum.

Þá hefur hún sömu­leiðis þakkað fylgj­endum sínum fyrir stuðninginn. Hún tók ekki fram hvers vegna hún væri þakk­lát en er­lendir miðlar hafa gefið sér að það sé vegna um­rædds máls. Ýmsir hafa tjáð sig um um­mælin, meðal annars Chris­sy Teigen og Iggy Aza­lea.

„Ég vildi að konurnar sem töluðu við hann hefðu sagt eitt­hvað við hann,“ skrifaði Aza­lea meðal annars. „Hann á greini­lega í stjórnunar­vanda­málum hvað varðar konur á öllum stigum lífs síns og þarf á með­ferð að halda.“