Lífið

Dóttir Stefáns minnist föður síns með fallegu mynd­bandi

Hin ellefu ára gamla Júlía, dóttir leikarans Stefáns Karls Stefáns­sonar heitins, birti í gær mynd­band á YouTu­be-rás föður síns þar sem hún minnist hans. Stefán lést þann 21. ágúst síðast­liðinn eftir erfið og lang­vinn veikindi.

Stefán Karl og börn. Skjáskot/YouTube

Hin ellefu ára gamla Júlía, dóttir leikarans Stefáns Karls Stefánssonar heitins, birti í gær myndband á YouTube-rás föður síns þar sem hún minnist hans með fallegum hætti. Stefán lést þann 21. ágúst síðastliðinn eftir erfið og langvinn veikindi.

Í myndbandinu má sjá myndir og klippur af Stefáni og skrifar Júlía eftirfarandi. „Ég mun sakna þín pabbi,“ og „Ég mun aldrei gleyma þér“. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 235 þúsund manns horft á myndbandið en rás Stefáns Karls er með 873 þúsund fylgjendur.

Undir myndbandinu stendur að það hafi verið birt með leyfi móður Júlíu, Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, og að markmið barnanna sé að ná gullhnappi á rás föður síns.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Atten­bor­ough gæti átt vin­sælasta lagið um jólin

Menning

Bóka­dómur: Hár­fínn línu­dans við for­tíðar­drauga

Lífið

Pi­ers og Ariana í hár saman vegna „hræsnarans“ Ellen

Auglýsing

Nýjast

Rauði djöfullinn lyftir Marvel á hærra Netflix-plan

Fólkið á götunni: „Held í húninn þegar það er opnað“

Óður til hins upprunalega á Hótel Sögu

In memoriam: Þrastalundur

Einelti hefur aukist á síðustu tólf árum

Salka Sól um eineltið: „Ég skammaðist mín“

Auglýsing