Lífið

Dóttir R. Kel­ly kallar föður sinn skrímsli

Buku Abi, dóttir R. Kelly, tjáði sig um föður sinn á Instagram í gær. Hún baðst afsökunar á að hafa ekki tjáð sig fyrr en sagði það vera fyrir eigin hugarró. Faðir hennar sé skrímsli.

R. Kelly. Fréttablaðið/Getty

Buku Abi, dóttir rapparans R. Kelly tjáði sig í gærkvöldi um kynferðisbrot föður síns á samfélagsmiðlinum Instagram og segir hún föður sinn vera skrímsli.

Ummæli Abi koma í kjölfar þess að söngkonan Lady Gaga sá sig knúna í gær til þess að biðjast afsökunar á því að hafa starfað með tónlistarmanninum árið 2013 vegna ásakana á hendur honum um gróf kynferðisbrot. Þá baðst söngvarinn John Legend einnig afsökunar á því sama. 

Sögur fórnarlamba hans hafa verið í brennidepli að undanförnu en þeim eru gerð skil í heimildaþáttaseríunni Surviving R. Kelly þar sem fórnarlömb hans ræða ítarlega um það sem átti sér stað. Rapparinn hefur í gegnum árið ítrekað verið sakaður um að hafa misnotað ungar stúlkur og þá bárust fréttir af því fyrir tveimur árum síðan að hann hefði hneppt fjölda kvenna í kynlífsánauð. 

„Til allra þeirra sem finnst að ég ætti að tjá mig um allt það sem er að gerast núna, að þá vil ég bara að þið skiljið að það að ég sé miður mín nær ekki einu sinni utan um það hvernig mér líður einmitt núna. Ég biðst afsökunar ef þögn mín kom út líkt og mér væri sama.“

Þá sagði Abi jafnframt að móðir hennar og systkini hefðu ekki séð né talað við Kelly í áraraðir og að óskir um að þau tjái sig á opinberum vettvangi um rapparann hafi ekki hjálpað þeim við að jafna sig. 

„Val mitt um að tala ekki um hann er fyrir mína eigin hugarró. Sama skrímslið og þið eruð öll að takast á við mig um er faðir minn. Ég veit vel hver og hvað hann er. Ég ólst upp í þessu húsi.“

Hér að neðan má sjá stiklu úr umræddum heimildarþáttum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Gilli­an Ander­son í hlut­verk Thatcher í The Crown

Lífið

Aldur lands­liðs­leik­manna ræddur á Twitter

Lífið

Landinn bregst við leiknum: „Er Björg­vin Páll vél­menni“

Auglýsing

Nýjast

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Hildur Yeoman í Hong Kong

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

Auglýsing