Hin 19 ára gamla sam­fé­lags­miðla­stjarna Gemma Owen verður með í bresku raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land í ár. Hún er jafn­framt dóttir breska fót­bolta­kappans Michael Owen.

Breska götu­blaðið The Sun hefur eftir Gemmu að hún hafi erft keppnis­skapið frá föður sínum. „Ég hef keppt í burtreiðum fyrir Bret­land síðan ég var 11 ára og ferðast um alla Evrópu. Ég myndi segja að ég sé með mikið keppnis­skap,“ segir hún.

Bresku þættirnir eru heims­­­frægir og hafa notið mikilla vin­­­sælda í Bret­landi. Um verður að ræða áttundu þátta­röðina en þættirnir hverfast um hóp af föngu­­­legu ungu fólki sem eyðir tíma saman í glæsi­villu.

Það stendur ekki á svörum hjá Gemmu þegar hún er spurð um það hvað hún muni hafa fram að færa í villunni í sumar. „Ég myndi segja að ég væri skemmti­leg, daður­gjörn og full af eld­móði. Ég er góð í að gefa ráð­leggingar og það er gott að tala við mig ef ég á að vera alveg hrein­skilin. Ef ég myndi vilja sama gæja og ein­hver annar þá myndi ég vera full virðingar.“

Instagram/Skjáskot