Lourdes Leon, leikkona og dóttir poppdrottningarinnar Madonnu, segir móður sína hafa verið mjög stjórnsama þegar hún var barn.

Hún opnar sig um uppvaxtarárin í nýju viðtali hjá Interview, tímariti sem var stofnað af listamanninum Andy Warhol.

Leikkonan Debi Mazar og góðvinkona Madonnu spjallaði við Lourdes fyrir tímaritið en hún minnist þess að þau systkinin hefðu ekki mátt horfa á sjónvarpið þegar þau voru lítil. Hún rifjar upp þegar hún leyfði Lourdes að horfa á sjónvarpið meðan hún var að passa hana. Svaraði þá Lourdes:

„Þetta var besti dagur lífs míns. Það var nefnilega langur listi yfir hluti sem ég mátti ekki gera.“

Þrátt fyrir að koma af vel efnaðri fjölskyldu segist Lourdes hafa sjálf unnið til þess að borga skólagjöldin sín. Hún hafi gert það til að losna undan valdi móður sinnar.

„Mamma mín er svo stjórnsöm og hún hefur reynt að stjórna mér alla mína ævi. Ég þurfti að gera eitthvað til að verða sjálfstæði eftir að ég útskrifaðist úr grunnskóla,“ segir Lourdes.

Mæðgurnar Lourdes og Madonna.
Fréttablaðið/Getty images