Förðunarfræðingurinn og listakonan Kristín Avon og kærastinn hennar sjómaðurinn Stefán Atli Agnarsson nefndu dóttur sína Aþenu Avon.
Kristín deildi gleðifréttunum á samfélagsmiðlum með mynd af dömunni.
Stúlkan kom í heiminn 30. október síðastliðinn og er þeirra fyrsta barn saman. Fyrir á Kristín dótturina Aríel Avon og Stefán Atli tvö börn úr fyrra sambandi.
Lífið á Fréttablaðinu óskar fjölskyldunni til hamingju með nafngiftina.