Dóttir söng­konunnar Jóhönnu Guð­rúnar Jóns­dóttur og Ólafs Frið­riks Ólafs­sonar var gefið nafn um helgina við fal­lega at­höfn.

Stúlkan fékk nafnið Jóhanna Guð­rún í höfuðið á móður sinni.

Það var Ólafur Frið­rik, faðir stúlkunnar sem átti hug­myndina og óskaði eftir að hún fengi nafn móður sinnar. Þetta segir Jóhanna Guð­rún í sam­tali við Frétta­blaðið.

Jóhanna Guð­rún yngri er fyrsta barn þeirra saman, en fyrir á Jóhanna Guð­rún tvö börn þau Margréti Lilju og Jón Geir.

Jóhanna Guðrún og Ólafur ásamt börnunum þremur í skírninni.
Mynd/Skjáskot
Jóhanna Guðrún söng lagið Líf við athöfnina.
Mynd/Skjáskot