Lands­liðs­maðurinn Hörður Björg­vin Magnús­son og kærastan hans, á­hrifa­valdurinn og bloggarinn, Mó­eiður Lárus­dóttir, eignuðust litla stúlku fyrir tveimur dögum.

Mó­eiður greindi frá þessu á Insta­gram í kvöld og birti tvær myndir af ný­fæddri stúlkunni.

Er þetta önnur dóttirin sem parið eignast en fyrir eiga þau dótturina Matteu Móu sem fæddist árið 2020.

Frétta­blaðið óskar þeim Mó­eiði og Herði inni­lega til hamingju með barna­lánið!