Dóttir hjónanna Gylfa Þórs Sigurðs­sonar og Alexöndru Helgu Ívars­dóttir var skírð í gær. Stúlkan fékk nafnið Mel­rós Mía Gylfa­dóttir en Mel­rós fæddist í maí og er frum­burður þeirra hjóna.

Um er að ræða ein­stak­lega sjald­gæft nafn en einungis fjórir bera nafnið sem fyrsta eigin­nafn að því er fram kemur á vef Þjóð­skrár.

Alexandra birti fal­legar myndir úr skírnar­veislunni á Insta­gram. Þar sjást góm­sætar kræsingar og yndis­legar myndir af fjöl­skyldunni sem er stödd á landinu í sumar­fríi.

Instagram/Skjáskot