Dóttir fjöl­miðlakon­unar Fann­eyjar Birnu Jóns­dótt­ur og lög­fræðingsins Andra Ótt­ars­sonar er komin í heiminn. Frá þessu greinir Fanney á samfélagsmiðlum í kvöld.

„Hún er komin. Hún er fullkomin. Þær eru fullkomnar. Lífið er gott,“ skrifar Fanney við mynd af sér og dætrum sínum tveimur.

Eldri dóttir Fanneyjar og Andra, Hallgerður Arnbjörg, er ný orðin þriggja ára.

Fann­ey Birna stýrði um­ræðu­þættinum Silfrinu á RÚV á­samt Agli Helga­syni en sagði starfi sínu lausu á síðata ári.