Dóttir áhrifavaldsins Elísabetar Gunnarsdóttur og handboltamannsins Gunnars Steins Jónssonar fæddist í gær 5. október. Frá þessu greinir parið í sameiginlegri færslu á Instagram.

„Fyrsta hrós dagsins fær konan mín, þvílík hetja og hörkutól. Rúllaði þessu upp eins og flestu sem hún tekur sér fyrir hendur.

Annað hrósið fá ljósmæður. Starfstétt sem á alla mína virðingu. Hreinn úrslitaleikur á hverri vakt. Okkar var alveg frábær. Takk!

Heima tók við falleg stund með stoltum stóru systkinum sem munu án efa leggja línurnar fyrir þessa nýju dömu,“ stendur við myndina af litlu stúlkunni.

Fyrir eiga hjónin tvö börn, Ölbu Mist og Gunnar Manuel.

Lífið á Fréttablaðinu óskar fjölskyldunni til hamingju með nýjustu viðbótina.