Ísadóra Bjarkardóttir Barney, hin tvítuga dóttir tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur, gaf nýlega út sitt fyrsta lag. Lagið heitir Bergmál og er á safnplötunni Drullu­mall 4. Breska tónlistartímaritið NME greinir frá þessu.

Ísadóra hefur áður komið að lagasmíðum, það er ásamt móður sinni í laginu Her Mother’s House, sem er lokalag Bjarkarplötunnar Fossora sem kom út í haust. Hún lék einnig lítið hlutverk í kvikmyndinni The Northman, sem Björk lék einnig í.