Lífið

Dottin í sama gamla fílinginn

Stór partur af Iceland Airwaves-hátíðinni er að upplifa eitthvað nýtt, verða hissa og vera með opinn hug og hjarta þegar tónleikar eru sóttir. Í ár verður boðið upp á ýmsar skemmtilegar nýjungar.

Mikil fjölbreytni og skemmtileg stemning einkennir alltaf andrúmsloftið á Iceland Airwaves-hátíðinni, segir Anna Ásthildur kynningarstjóri. MYND/EYÞÓR

Mikil fjölbreytni og skemmtileg stemning einkennir alltaf andrúmsloftið á Iceland Airwaves-hátíðinni, segir Anna Ásthildur, kynningarstjóri hjá Senu Live, rekstraraðila Iceland Airwaves. „Hér er nær öll tónlistarflóran, frá rólegri píanótónlist, yfir í dauðarokk og rapp. Margir erlendir gestir sækja hátíðina sem setur sinn svip á hana og miðborgina um leið. Stór partur af hátíðinni er ekki síst að upplifa eitthvað nýtt, verða hissa og vera fyrir vikið með opinn hug og hjarta þegar maður sækir tónleika. Um leið er hátíðin nokkurs konar þverskurður af íslensku tónlistarlífi hverju sinni og hálfgerð uppskeruhátíð um leið. Enda leggja flytjendur mikið á sig til að skila sem bestum tónleikum.“

Nýr tónleikastaður

Það er alltaf eitthvað um nýjungar á Airwaves og hátíðin í ár er engin undantekning, segir Anna. „Þetta er tónlistarhátíð sem byggir á ólíkum tónleikastöðum milli ára. Harpa hefur til dæmis verið áberandi undanfarin ár en verður það ekki í ár. Fyrir vikið erum við svolítið dottin í sama gamla fílinginn þar sem gestir rölta milli staða í 101 og detta inn á hitt og þetta skemmtilegt.“

Meðal nýjunga í ár er nýr tónleikastaður í Airwaves-fjölskyldunni. Um er að ræða Skúla Craft Bar í Aðalstræti og gegnir hann hlutverki klúbbhúss hátíðarinnar. „Staðurinn verður einungis opinn gestum hátíðarinnar og þar verður meðal annars boðið upp á sértilboð á mat og drykk og tónleika í samstarfi við The Current, útvarpsstöð frá Minneapolis.“

Meðal nýjunga í ár er nýr tónleikastaður í Airwaves-fjölskyldunni. Um er að ræða Skúla Craft Bar í Aðalstræti.

Sundlaugarpartí og jógatími

Sundlaugarpartí verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur á laugardaginn kl. 15-19. „Sundlaugarpartíið á vafalaust eftir að slá í gegn enda nýlega búið að endurbæta og stækka þessa fornfrægu sundlaug. Þau sem koma fram þar og halda uppi fjörinu eru DJ Snorri Ástráðs, Daði Freyr og Bríet.“

Í ár verður í fyrsta sinn boðið upp á jógatíma sem haldinn er í Iðnó, á föstudagsmorguninn kl. 6. „Við ætlum að breyta húsinu í fallega jógastöð og bjóða upp á góða nánd og öndun, fallega tónlist, dans, gleði og íhugun. Eftir það breytist andrúmsloftið heldur betur og fjör færist í leikinn þar sem stemningin breytist meira í rave-partí. DJ Margeir og Tómas Oddur sjá um fjörið hér.“

„Fyrir einungis 21.900 kr. geta gestir séð yfir 230 listamenn frá 26 löndum," segir Anna Ásthildur. MYND/EYÞÓR

Sagan rakin í heimildarmynd

„Heimildarmyndin Iceland Airwaves: Full circle verður frumsýnd á hátíðinni en þar er saga hátíðarinnar rakin frá því hún var stofnuð sem lítil hátíð fyrir tveimur áratugum og til dagsins í dag. Rætt er við marga aðila sem hafa komið að henni síðustu 20 árin en myndin verður sýnd á Marina Hóteli og kostar ekkert inn. Einnig má nefna að í tilefni 20 ára afmælisins verða tónleikar á Gauknum þar sem nokkur bönd koma fram sem spiluðu á fyrstu hátíðinni, til dæmis Toy Machine og Dead Sea Apple.“

Hátíðargestir geta einnig leigt jakka frá Cintamani, hlustað á ótal lagalista á Spotify í tengslum við hátíðina meðan þeir kynna sér dagskrána, kort og fleira í nýja Airwaves-appinu þar sem allt uppfærist í rauntíma.

„Fyrir einungis 21.900 kr. geta gestir séð yfir 230 listamenn frá 26 löndum í miðbæ Reykjavíkur og eru allir tónleikar innifaldir í armbandinu sem auk þess gefur afslátt á ýmsum veitingastöðum og hjá Cintamani.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

Lífið

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Tíska

Kominn tími á breytingar

Auglýsing

Nýjast

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Forréttindi fyrir nýjan höfund

Besta ástarsaga aldarinnar?

Heiða syngur sig frá á­falla­streitu­röskun

Auglýsing