Dor­rit Moussa­i­eff, fyrr­verandi for­seta­frú, tjáir sig um kóróna­veiruna og smokkinn í færslu á Insta­gram í dag. Þar deilir hún til­vitnun þar sem þess er getið að allir klæðist grímum en enginn vilji nota smokk til að hefta út­breiðslu al­næmis.

Líkt og al­þjóð veit berast nú fréttir af kóróna­veirunni á hverjum degi. Þannig vill for­maður Flokks fólksins meðal annars láta loka landinu og að fólk frá sýktum svæðum verði sett í ein­angrun.

„900 hundruð manns fá kór­óna­vírus og all­ur heim­ur­inn vill ganga með skurð­lækna­grím­ur. 30 millj­ón manns eru með al­­næmi en samt vill eng­inn nota smokk,“ stendur orð­rétt í til­vísuninni sem Dor­rit deilir.

Fréttablaðið/Skjáskot