Dorrit birti mynd af sér á Instagram í dag þar sem hún stillti sér upp með fallegum hundi í blíðviðrinu í dag.

Dorrit er með derhúfu sem minnir á MAGA derhúfur Donalds Trump Bandaríkjaforseta en á þessari stendur hins vegar: „Make earth cool again“.

Dorrit þurfti sjálf að vera í sóttkví fyrir nokkru þar sem hún greindist með COVID-19. Á meðan á veikindunum stóð var hún í al­gerri ein­angrun og talaði ekki við neinn þrátt fyrir að hafi látið sína nánustu vita.

Hún segir ís­lenska vatnið, fjalla­loftið og heil­brigðis­kerfið hafa spilað stóran þátt í að hún hafi náð fullum bata. Í dag hefur henni aldrei liðið betur og telur hún ís­lenska náttúru eiga stóran hlut í því. Hún hefur verið dugleg að vera úti í náttúrunni og sást meðal annars ganga á Esjunni.

Frétt uppfærð 22:30

Áður kom fram að hundurinn á myndinni hafi verið Samson, klón af Sámi. Það er ekki rétt og hefur hundaáhugafólk bent á að þetta sé annar hundur.