Dor­rit Moussa­i­eff, fyrr­verandi for­seta­frú og lífs­kúnstner, hitti svo sannar­lega stór­stjörnur á dögunum í kvöld­mat líkt og má sjá á Insta­gram síðu Dor­ritar.

Þar birtir hún mynd af leik­skáldinu Andrew Lloyd Webber, eiginkonu hans barónessunni Madeleine Gurdon og leikaranum Michael Ca­ine. Hún virðist hafa átt góða kvöld­stund með hópnum á River Café í London.

Nýtir hún tæki­færið og minnir á að Net­flix mynd Ca­ine, myndin Twist, sé bráð­lega væntan­leg á streymis­veituna. Þá hvetur hún alla til að kaupa sér miða á nýjasta söng­leik Webber, Cinderella. Færslan vekur mikla athygli og bregst söngkonan GDRN meðal annars við færslunni.

Mynd:Skjáskot