Tón­listar­maðurinn Hall­dór Braga­son, betur þekktur sem Dóri úr blússveitinni Vinir Dóra, lenti í því ó­happi að vera rændur á meðan hann var á ferða­lagi á Spáni.

Dóri segir frá at­burða­rásinni sem átti sér stað síðast­liðinn þriðju­dag í færslu á Face­book. Hann var á hrað­braut sunnan við Barcelona á Spáni þegar sprakk á bílnum.

„Ég var að að skipta um dekk í gulu vesti búinn að setja töskurnar í sætin til að komast að tjakk og fleiru í skottinu. Þá kemur maður í gulu vesti á­búðar­fullur og skipar mér að færa rauða að­vörunar þrí­hyrninginn lengra frá bílnum eða ca. 50 m,“ skrifar Dóri.

Á veginum eru trukkar að æða fram hjá þeim á hundrað kíló­metra hraða og Dóri fer og færir þrí­hyrninginn áður en hann heldur á­fram að setja dekkið undir bílinn.

Mögulega útpælt rán

„Maðurinn virðist vera að að­stoða. Hann fór á braut og þá fattaði ég að hand­far­angur­staska með tölvum, Mac­book pro ný­leg og spjaldi og hörðum diskum var horfið og fleira dót. Veski með vega­bréfi var horfið líka og 400 evrur,“ skrifar Dóri.

Þá kemst Dóri að því að tjakkurinn er líka ó­nýtur. Hann hringir í lög­regluna sem kom en staldraði stutt við. Síðan kom vega­að­stoð og hjálpaði honum á ná­lægt hótel.

„Sem betur fer var ég með korta­veskið í vasanum en vega­bréfið var horfið. Dekkið sem var undir var ó­nýtt, gat var á hliðinni, senni­lega verið sprengt vís­vitandi á bensín­stöð að­eins fyrr og þetta verið út­pælt rán,“ skrifar Dóri.

„Er heill á líkama en laskaður á sál. Mikið vesen og þarna var vinnu­tækið til að hljóð­blanda blús­tón­list,“ skrifar Dóri en golf­skálinn reddaði flutningi á vara­tölvu til hans. „Planið er að vera hér og vinna við hljóð­blöndun fram undir jól.“