Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og fyrrverandi forseti borgarstjórnar, fann ástina á liðnu ári. Hún greinir frá þessu á Facebook- síðu sinni.

Nýi kærastinn heitir Sævar Ólafsson en hann er íþróttafræðingur og fyrrverandi knattspyrnumaður með Leikni.

Dóra er greinilega yfir sig ástfangin en við færsluna skrifar hún:

„Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvernveginn. Árið tók og tók en gaf það ekki líka? Af góðu bar hæst stóra stóra ástin sem fann mig svo óvænt. Eins og stormsveipur af töfradufti og stjörnuryki og regnbogaeinhyrningum. Fann mig og lýsti upp næturhimininn."

Hvernig er eiginlega hægt að lýsa ári eins og 2020? Allt gerðist einhvernveginn. Árið tók og tók en gaf það ekki...

Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Tuesday, 5 January 2021

Dóra var áður í sambandi með Halldóri Óla Gunnarssyni en þau slitu sambandinu í lok árs 2019. Þá skrifaði Dóra á Facebook að hún væri orðin einhleyp en nennti ekki á Tinder. „Tek við stefnumótapitchi í PM á Facebook eða með bréfadúfum.” Dóra hefur því líklegast ekki fundið ástina á Tinder ef marka má orð hennar fyrir rúmu ári síðan.