Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata á von á barni með kærastanum sínum Sævari Ólafssyni íþróttafræðingi. Hún tilkynnti um óléttuna á Facebook-síðu sinni og segir að von sé á nýja fjölskyldumeðliminum um vorið 2022. „Vorboðinn verður extra ljúfur 2022," skrifar hún í færslunni.

Fyrr á árinu greindi Fréttablaðið frá því að Dóra hafi fundið ástina. „Af góðu bar hæst stóra stóra ástin sem fann mig svo óvænt. Eins og stormsveipur af töfradufti og stjörnuryki og regnbogaeinhyrningum. Fann mig og lýsti upp næturhimininn," skrifaði hún þá.