Knattspyrnukonurnar Mist Edvarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir hafa nefnt son sinn Lárus Teó. Gleðitíðindunum greina þær frá í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum í gær.
Drengurinn kom í heminn í haust og er hann þeirra fyrsta barn.
Mist spjallaði við Svövu Kristínu Grétarsdóttur á Vísi í september, þegar Dóra María var gengin 38 vikur á leið, að hún væri spennt fyrir komandi hlutverki sem móðir, og tók undir orð Svövu um að lífið væri rétt að byrja þar sem fótboltaferillinn væri líklega á enda.
En Mist meiddist í leik Vals á móti Slavia Prag um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í haust.
Lífið á Fréttablaðinu óskar parinu til hamingju með nafngiftina.