Ljósmyndarinn Dóra Dúna Sighvatsdóttir og Guðlaug Björnsdóttir viðskiptastjóri Viss og förðunarfræðingur eiga vona á sínu fyrsta barni saman.
„Við höfum aldrei verið jafn spennt fyrir sumrinu en þá er von á óskabarninu sem nú þegar er búið að breyta heiminum,“ segir í sameignlegri færslu parsins á samfélagsmiðlum sem þær deildu á aðfangadegi.
Lífið virðist leika við parið en þær trúlofuðu sig fyrr á þessu ári, eða þann 11. september.
Fyrir á Guðlaug þrjú börn úr fyrra sambandi, tvo syni og eina stúlku.
Dóra Dúna vakti athygli um árið fyrir myndaseríu sína, Manstu þegar þú elskaðir mig þar sem hún myndaði fyrrverandi pör eða hjón.