Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, greinir frá því á Facebook síðu sinni að hún hafi játað þegar Sævars Ólafssonar, unnusti hennar hafi beðið hana um að giftast sér í Ungverjalandi um helgina

Hún komþví aftur til landsins sem trúlofuð kona.

Í færslunni kemur fram að þetta hafi verið önnur utanlandsferð þeirra og í fyrsta sinn sem þau ferðuðust með son sinn, Brimar Jaka.

Sævar hafi spurt hana þegar þau sátu á veitingastað í Ungverjalandi hvort að hún vildi giftast honum og svaraði hún játandi, eftir að hafa oft rætt við Sævar hvort að hann vildi giftast henni.

Þau Dóra og Sævar fóru að stinga saman nefjum í upphafi síðasta árs og eignuðust fyrsta barn sitt í vor.