Dóms­máli söngvarans Ricky Martin, þar sem hann var á­sakaður um sifja­spell með frænda sínum, var í dag vísað frá af dómara í Puer­to Rico.

Frændi Martin á­sakaði hann um að hafa átt í sjö mánaða ástar­sam­bandi með sér og eftir að því lauk á­sakaði hann Martin um að vera elti­hrellir og á­reitni.

Fyrir dómara í dag dró frændi Martin, sem hefur ekki verið nafngreindur, framburð sinn til baka og vísaði dómarinn málinu frá.

Martin er fimm­tugur og giftur Jwan Yosef og eiga þeir saman tvö börn. Hann neitaði á­vallt sök og hélt lög­fræði­teymi hans því fram að frændi Martin væri and­lega veikur.

Tjáði sig um málið í myndbandi

Ricky Martin hefur nú einnig birt myndband þar sem hann tjáir sig í fyrsta skipti opinberlega um ásakanir frænda síns. Það birtist á vef TMZ fyrr í dag og má sjá hér fyrir neðan.

Í myndbandinu segir Ricky Martin að hann hafi ekki mátt tjá sig um málið fyrr en niðurstaða væri komin í málið. Það væri vegna þeirra laga sem gilda um dómsmál í Puerto Rico.

Martin segir að síðustu tvær vikur hafi verið sér sérstaklega erfiðar og að hann hafi þurft að tjá sig núna til þess að byrja sitt heilunarferli.

"Ég óska frænda mínum alls hins besta og óska þess að hann finni þá hjálp sem hann þarf til að hefja nýtt líf, fullt af ást, sannleika og gleði og að hann skaði ekki fleiri" sagði Martin meðal annars í myndbandinu.