Árni Sigfússon - fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Fæddur í Vestmannaeyjum, kennaramenntaður í grunninn og telur málefni barna vera stærsta málaflokkinn í sveitarstjórnarmálum. Hann vakti máls á ólíkri forgjöf er kemur að uppsöfnuðum lífeyrisréttindum hjóna nýverið sem vakti athygli.

Chanel Björk.

Chanel Björk Sturludóttir – fjölmiðlakona í dagskrárgerð í Kastljósi á RÚV sem var á topplista yfir „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda. Mannflóran, fræðsluvettvangur um fjölmenninguna á Íslandi, er í hennar umsjá og er hún meðstofnandi „Hennar rödd“ sem eru félagasamtök sem starfa með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi.

Guðrún Gunnarsdóttir.

Guðrún Gunnarsdóttir – formaður dómnefndar, stjórnarkona FKA og deildarstjóri Fastus sem hefur komið að stofnun fjölmargra fyrirtækja, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum. Guðrún hún hóf innflutning á heilbrigðisvörum árið 1992, stofnaði Fastus ásamt félögum sínum en starfar nú sem deildarstjóri heilbrigðisdeildar Fastus eftir að hún seldi fyrirtækið.

Kathryn Gunnarsdóttir.

Kathryn Gunnarsson - stofnandi og framkvæmdastjóri Geko Consulting sem er ráðgjafar- og ráðningarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að vinna innan tækni og nýsköpunargeirans á Íslandi.

Logi Pedro.

Logi Pedro Stefánsson – listamaður, og fyrrum liðsmaður hljómsveitarinnar Retro Stefson. Logi hefur unnið að tónlist fyrir fjölmörg af fremsta tónlistarfólki landsins og hlotið 17 tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Logi er stjórnarmaður og meðeigandi framleiðslufyrirtækisins 101 Productions, sem framleitt hafa seríur eins og Æði, Áttavillt og „Hugarró með GDRN“.

Magnús Harðarson.

Magnús Harðarson - forstjóri Nasdaq Iceland, Kauphallarinnar. Magnús hefur starfað hjá Nasdaq síðan 2002 en áður var hann hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun og efnahagslegur ráðgjafi. Hann hefur Ph.D. gráðu í hagfræði frá Yale University.

Margrét Guðmundsdóttir.

Margrét Guðmundsdóttir - stjórnarmaður og fyrrverandi forstjóri Icepharma. Margrét hefur setið í stjórn ýmissa félaga innanlands sem erlendis og situr í dag í stjórn Eimskip, Festi og Heklu.

FKA þakkar dómnefnd fyrir þeirra dýrmæta tíma og þátttöku í ferlinu sem var afar ánægjulegt.