Hæ,

Ég er með roða og kláða í kringum typpið, en bara öðru megin. Þetta nær semsagt svona frá rétt fyrir ofan typpið og niður við og aðeins niður á pung, hægra megin. Það má segja að allt þetta svæði sé frekar rautt og það er síðan einn nákvæmur staður sem ég fæ kláða „sting“ í annað slagið, rétt við typpið. Ég hef reynt að sjá hvort það sé eitthvað þarna inní hárunum en það er mjög erfitt finnst mér að sjá. Ég hélt kannski að þetta væru einhverjar vörtur þarna, eða eitthvað að gerast, en mér finnst ég ekki geta séð neitt þannig.

Getur þetta bara verið sveppasýking? Ég er erlendis og kemst ekki til læknis á næstunni, en get ég fundið eitthvað krem sem ég gæti sett á þetta án þess að espa eitthvað upp ef þetta er ekki sveppasýking? Ég er nokkuð viss um að þessi óþægindi hafi komið eftir kynmök, en ég get samt ekki fundið útúr því að þetta sé neinn kynsjúkdómur. Þetta er búið að vera í nokkrar vikur.

Bestu kveðjur.

Svar hjúkrunarfræðings

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er í raun afar mikilvægt að þú leitir þér aðstoðar læknis hið fyrsta. Miklar líkur eru á að um kynsjúkdóm sé að ræða sem þú þarft rétta meðferð við.

Gangi þér vel

Meira á www.doktor.frettabladid.is.

Fréttablaðið hefur gengið til samstarfs við heilsuvefinn Doktor.is. Samstarfið tekur meðal annars til vikulegra pistla eftir Teit Guðmundsson, lækni og ritstjóra vefsins, í Tilverunni, nýjum fréttahluta í fimmtudagsútgáfu Fréttablaðsins þar sem heilsu og lífsstíl verður gert hátt undir höfði. 

Doktor.is er elsti heilsuvefur landsins og er þar að finna mikið af upplýsingum um allt sem tengist almennri heilsu, sjúkdómum og veikindum. 

Lesendum Fréttablaðsins gefst kostur á að senda fyrirspurnir til lækna og hjúkrunarfræðinga Doktor.is með því að smella hér. Allar fyrirspurnir eru nafnlausar.