Daginn,

Sonur minn nýorðinn 18 ára og er að fá skalla, faðir hans var líka svona ungur.

Nú er hægt að fá lyfið Propecia

Getur strákurinn minn notað það ?

hann er mjög frambærilegur í fótbolta í fremstu röð í félagsliði og landsliði.

má hann taka það inn skv, fifa reglum og fl ?Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það margborgar sig að ráðfæra sig við lækni sem þekkir til í íþróttaheiminum til þess að vera alveg viss. Reglurnar eru flóknar og taka stöðugum breytingum.

Lyfið er lyfseðilsskylt svo það er um að gera að ræða þetta vel við lækninn

Gangi ykkur vel

Fyrirspurn: Lyf og lyfjatengt efni