Ég á von á barni og má ég borða ösku?

Svar hjúkrunarfræðings:

Nei, lík­lega er það ekki skyn­sam­legt ef góð heilsa ykkar beggja er mark­miðið. Ó­frískar konur hafa lýst þessari ó­stjórn­legu löngun í að vilja borða ösku og vera jafn­vel sólgnar í hana á með­göngu. Er þetta eðli­legt eða al­gjör­lega rugluð löngun að sækjast eftir slíku óæti? Þessi löngun, sem grípur margar ó­frískar konur á með­göngu, í eitt­hvað sem talið er óæti (mold, ösku, vax og jafn­vel málningar­flögur og fleira) er kallað „pica“ í fræðunum og er notað yfir ó­eðli­lega löngun ein­stak­linga til að borða ein­hvers­konar óæti.

Þetta orð er einnig notað yfir þá sem sólgnir eru í frosinn mat eða í að japla á vatns­klökum og jafn­vel kaffi­korgi. En hver er lausnin á því að komast út úr því á­standi að vilja jafn­vel borða máliningar­flögur eða ösku? Það sem er best að gera ef kona á með­göngu finnur fyrir þessari ó­eðli­legu löngun er að leita að­stoðar heil­brigðis­starfs­fólks og biðja um að tekin sé blóð­prufa til að ganga úr skugga um að ekki sé um ein­hvers­konar næringar­skort að ræða og ef svo reynist ekki þá er gott að leita til sál­fræðings með ráð­leggingar um að komast út úr þessum víta­hring til að skoða hvort mögu­lega fyrir liggi sál­rænar skýringar. Það er mikil­vægt að nærast vel þegar kona gengur með barn undir belti og láta þá ekki eitt­hvað óæti er skaðað getur fóstrið taka pláss frá hollri næringu.

Fyrsta skrefið getur verið að leita ráða og stuðnings ljós­móður ef þessi löngun er til staðar og með því er hægt að grípa inn í að­stæður og að­stoða við­komandi með þeirri hjálp sem er í boði. Löngun í á­kveðnar fæðu­tegundir er þekkt en löngun í óæti er af allt öðrum toga. Leitið ráða hjá fag­fólki eins og ljós­móður, hjúkrunar­fræðingi eða næringar­fræðingi til að fá álit og að­stoð og stundum getur sál­fræðingur einnig reynst hjálp­legur.

Góðar ráð­leggingar:

Neytið fjöl­breyttrar fæðu
græn­metis og á­vaxta
gróf­metis til að fá trefjar
nóg af vatni
kjöts, fisks, eggja eða bauna sem prótein­gjafa
hollrar fitu eins og omega 3 fitu­sýra sem eru í laxi og góðra olía.
kaffi­s og annarra koffein drykkja í hófi.
Munið að allt er best í hófi hversu hollt sem það virðist vera. 1 kg af gul­rætum á dag eða annarri fæðu­tegund er ekki endi­lega það sem ég mundi mæla með, heldur að borða fjöl­breytt og hafa mál­tíðirnar reglu­legar. Ekki borða fyrir tvo heldur auka næringuna um 3-400 hita­einingar á dag.

Vona að þetta hjálpi og með­gangan gangi vel og án „pica“ löngunar því jafn­vægi er alltaf best.

Meira á www.doktor.frettabladid.is.

Fréttablaðið hefur gengið til samstarfs við heilsuvefinn Doktor.is. Samstarfið tekur meðal annars til vikulegra pistla eftir Teit Guðmundsson, lækni og ritstjóra vefsins, í Tilverunni, nýjum fréttahluta í fimmtudagsútgáfu Fréttablaðsins þar sem heilsu og lífsstíl verður gert hátt undir höfði. 

Doktor.is er elsti heilsuvefur landsins og er þar að finna mikið af upplýsingum um allt sem tengist almennri heilsu, sjúkdómum og veikindum. 

Lesendum Fréttablaðsins gefst kostur á að senda fyrirspurnir til lækna og hjúkrunarfræðinga Doktor.is með því að smella hér. Allar fyrirspurnir eru nafnlausar.