Dúkkan ber nafnið The Baby og má segja að sé draugalegasti hlutur sem geymdur er hér á landi - svo vitað sé. The Baby kemur frá hinum þekkta sjónvarpsþáttastjórnanda og rannsakanda Dave Schrader sem sjá má hér fjalla um þetta óhuggulega leikfang.

Dúkkan er nú í eigu Katrínar og Stefáns, umsjónarmanna Draugasagna og er vandlega geymd á öruggum- og ótilgreindum stað. Í nýjum þætti Draugasagna er fjallað um The Baby.

Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan

Djöfulleg öfl eru sögð föst við The Baby en sönnunargögn þess efnis benda sterklega til kynna að svo sé samkvæmt stjórnendum þáttarins, Draugasögum en birta verður efni því til staðfestingar í þættinum í kvöld kl. 19:00 á Hringbraut – Í opinni dagskrá, alla mánudaga.