Streymis­veitan Dis­n­ey+ er nú komin til Ís­lands. Ís­lendingum gefst því kostur á að kaupa sér á­skrift að streymis­veitunni en slík á­skrift kostar 6,99 evrur eða því sem nemur rúmum 1100 ís­lenskum krónum.

Líkt og Frétta­blaðið hefur greint frá fer sam­keppnin á streymis­veitu­markaðnum um heim allan harðnandi á hverjum einasta degi. Dis­n­ey+ er svar Dis­n­ey við vin­sældum streymis­veitunnar Net­flix og er ein af mörgum nýjum streymis­veitum til að herja á markaðinn.

Á Dis­n­ey+ geta Ís­lendingar nálgast ara­grúa af mynd­efni frá Dis­n­ey fyrir­tækinu sjálfu, mikið af frægum teikni­myndum en líka efni frá fyrir­tækjum sem eru í eigu kvik­myndarisans, líkt og Simp­sons þættina frá Fox fram­leiðslu­fyrir­tækinu og Star Wars myndirnar frá Lucas­film.

Fyrir­tækið til­kynnti í morgun að Dis­n­ey+ hefði göngu sína í dag á Ís­landi, Sví­þjóð, Noregi, Dan­mörku, Finn­landi, Portúgal, Belgíu og Lúxem­borg.