Kvikmyndarisinn Disney hefur loksins gefið út fyrstu kitluna úr teiknimyndinni Frozen 2 en óhætt er að segja að margir bíði myndarinnar með mikilli eftirvæntingu.

Frozen 2 mun að sjálfsögðu fylgja eftir ævintýrum systranna Önnu og Elsu á ný en óvíst er hvað mun á daga þeirra drífa í myndinni en af kitlunni að dæma er eitthvað í aðsigi en við sjáum Elsu hlaupa út á haf út áður en við sjáum allt gengið aftur.

Þegar Frozen kom út árið 2013 varð hún fljótt gífurlega vinsæl og hlaut meðal annars tvenn Óskarsverðlaun, sem besta tölvuteiknaða myndin og fyrir lagið Let It Go. Frozen 2 er væntanleg í kvikmyndahús í lok nóvember á þessu ári.