Breska leik­konan Keira Knightl­ey sagði í við­tali hjá spjall­þátta­stjórnanandum Ellen DeGeneres að hún leyfði þriggja ára dóttur sinni ekki að horfa á hvaða teikni­myndir sem er.

Á meðal Dis­n­ey-mynda sem væru á bann­lista væru ævin­týri Ösku­busku og Litlu haf­meyjunnar. Á­stæðuna segir hún vera þá í­mynd sem dregin er upp af konum í myndunum.

„Öskus­buska bíður eftir því að vel stæður karl­maður komi og bjargi henni. Ekki! Bjargaðu þér sjálf,“ sagði Knightl­ey, sem lék meðal annars aðal­kven­hlut­verkið í Dis­n­ey-myndunum Pira­tes of the Caribbean.

„Lögin eru vissu­lega frá­bær, en ég meina, ekki láta karl­menn þagga niður í þér,“ sagði hún síðan um litlu haf­meyjuna. Hún er um þessar mundir að kynna kvik­myndina The Nutcracker and the Four Realms en þar fer hún með hlut­verk Sugar Plum Fairy. Myndin byggir vissu­lega á Hnotu­brjóti tón­skáldsins Tjæ­kovskí. 

Meðal þeirra mynda sem eru í upp­á­haldi hjá Knightl­ey og eru leyfðar á heimilinu eru Leitin að Dóru, Frozen og Moana. Þess má geta að áður­nefnd Ellen ljáði fisknum Dóru rödd sína.