Veitinga­staðurinn Dill á Hverfis­götu missti í dag Michelin-stjörnu sem hann fékk árið 2017 fyrstur ís­lenskra staða. Dill er fyrsti og eini staðurinn sem hlotið hefur viður­kenninguna eftir­sóttu sem þúsundir veitinga­staða um heim allan keppast við að fá. 

Þetta er ljóst eftir að Michelin greindi frá því í dag hvaða veitinga­staðir fengju stjörnu eða stjörnur á Norður­löndunum. Fór svo að þrír veitinga­staðir á Norður­löndunum fengu þrjár stjörnur. Það eru staðirnir Geranium (Kaup­manna­höfn), Maaemo (Ósló) og Frantzén (Stokk­hólmi). Alls fengu tíu staðir tvær stjörnur og 51 staður eina stjörnu. 

Eins og greint hefur verið frá hlaut ís­lenski veitinga­staðurinn Skál! á Hlemmi Mat­höll Bib Gourmand viður­kenninguna sem veitt er stöðum sem skara fram úr í mat­reiðslu en bjóða upp á veitingar á sann­gjörnu verði.