Díana prinsessa og Dodi Fayed voru ekki raun­veru­lega saman, heldur þóttust þau bara og kysstust einungis fyrir framan mynda­vélar. Þetta full­yrðir starfs­maður hins meinta pars, að því er breska götu­blaðið Express greinir frá.

Myndir af parinu í siglingu og sumar­fríi á ítölsku rí­veríunni vöktu heims­at­hygli sumarið 1997. Þá var Díana ný­skilin að borði og sæng frá Karli Breta­prinsi, sem haldið hafði fram­hjá henni með Kamillu Parker Bow­les undan­farin ár.

„Þau deildu ekki svefn­her­bergi, hann kallaði hana frú og kom fram við hana af ó­trú­legu hlut­leysi og virðingu,“ segir starfs­maðurinn, sem vann á báti parsins.

„Um leið og hún fór hins­vegar út að veifa til mann­skarans, þá beygði hún sig til hans og kyssti hann og knúsaði,“ segir hinn ó­nefndi starfs­maður og vísar til frægra mynda af parinu.

Blaða­maðurinn Paul McMullan, sem ræddi við áður­nefndan starfs­mann, hefur áður sagt að hann telji að Díana hafi ein­fald­lega viljað líta út fyrir að vera hamingju­söm.

„Til að vera hrein­skilinn þá held ég að hún hafi bara viljað njóta sumarsins á kostnað ein­hvers annars,“ segir Paul og vísar til Karls. „Þegar sumarið hefði klárast hefðu þau hætt saman.“