Lífið

Destiny's Child kom saman á Coachella

Tónlistarhátíðin Coachella fer fram um helgina. Beyonce var aðalatriði laugardagsins og fékk til sín ýmsa góða leynigesti.

Beyonce gladdi aðdáendur sína mikið með góðum leynigestum á Coachella í gær AFP

Beyonce var aðalatriðið á tónlistarhátíðinni Coachella í Bandaríkjunum í gær. Eins og við mátti búast var mikið af fólki að horfa á hana á hátíðinni, auk þess sem 450 þúsund manns horfðu á beina útsendingu á netinu. 

Hún hafði tilkynnt á Facebook síðu sinni fyrir tónleikana að leynigestir yrði með henni á tónleikunum. Við lok tónleikanna komu á sviðið fyrrum hljómsveitarfélagar hennar, Michelle Williams og Kelly Rowland, sem skipuðu Destiny's Child. 

Hljómsveitin hafði ekki komið saman í tólf ár síðan þær sungu saman á Super Bowl, árið 2003. Þær sungu þrjú lög saman, það er Say My Name, Lose My Breath og Soldier. 

Einnig kom Jay Z, eiginmaður hennar, á svið. Hægt er að horfa á beina-útsendingu hátíðarinnar hér að neðan og ef spólað er til baka er hægt að horfa á flutning Beyonce og Destiny's Child. Greint var frá á Variety.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Hrókurinn heim­­sækir öll sveitar­­fé­lög landsins

Helgarblaðið

Augun lýsa ótta, fram á aðra fangavist hann sér …

Lífið

„Stein­hissa ef Sindri flótta­maður væri ekki hérna líka“

Auglýsing

Nýjast

Helgarblaðið

Skemmtilegast að fara í ísbúðina

Helgarblaðið

Fanga hreyfingar dansarans

Viðtal

„Mér var hafnað frá fyrsta degi“

Helgarblaðið

Ókeypis sálfræðitímar hjá ömmu

Lífið

Fékk „subbu­lega gjöf“ frá eigin­manninum

Lífið

Appel­sínu­gulur sjó­maður leitar að vegg

Auglýsing