Lífið

Destiny's Child kom saman á Coachella

Tónlistarhátíðin Coachella fer fram um helgina. Beyonce var aðalatriði laugardagsins og fékk til sín ýmsa góða leynigesti.

Beyonce gladdi aðdáendur sína mikið með góðum leynigestum á Coachella í gær AFP

Beyonce var aðalatriðið á tónlistarhátíðinni Coachella í Bandaríkjunum í gær. Eins og við mátti búast var mikið af fólki að horfa á hana á hátíðinni, auk þess sem 450 þúsund manns horfðu á beina útsendingu á netinu. 

Hún hafði tilkynnt á Facebook síðu sinni fyrir tónleikana að leynigestir yrði með henni á tónleikunum. Við lok tónleikanna komu á sviðið fyrrum hljómsveitarfélagar hennar, Michelle Williams og Kelly Rowland, sem skipuðu Destiny's Child. 

Hljómsveitin hafði ekki komið saman í tólf ár síðan þær sungu saman á Super Bowl, árið 2003. Þær sungu þrjú lög saman, það er Say My Name, Lose My Breath og Soldier. 

Einnig kom Jay Z, eiginmaður hennar, á svið. Hægt er að horfa á beina-útsendingu hátíðarinnar hér að neðan og ef spólað er til baka er hægt að horfa á flutning Beyonce og Destiny's Child. Greint var frá á Variety.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Cardi B sendir frá sér ASMR myndband

Lífið

20 ár frá útgáfu Baby One More Time

Lífið

Drake slær 54 ára gamalt met Bítlanna

Auglýsing

Nýjast

Olgeir bað Sigríðar í 4750 metra hæð

Börn eru indælli en fullorðna fólkið

Drottningin í öllu sínu veldi

Snillingar í að kjósa hvert annað

Doktor.is í samstarf við Fréttablaðið

Gleðin í fyrirrúmi

Auglýsing