Harry og Meg­han deildu á dögunum fyrstu myndinni af dóttur sinni Lili­bet með konungs­fjöl­skyldunni á fjöl­skyldu­spjalli þeirra á spjall­for­ritinu What­sapp. Frá þessu greinir breska götu­blaðið Mirror.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá á dögunum hótaði Harry breska ríkis­út­varpinu öllu illu vegna frétta af því að hann hefði ekki fengið leyfi drottningarinnar fyrir nafn­gift stúlkunnar. Lili­bet er eins og frægt er gælu­nafn Elísa­betar.

Í frétt Mirror kemur fram að breska konungs­fjöl­skyldan sé með sitt eigið hóp­spjall á sam­fé­lags­miðlinum. Þar hafi Meg­han og Harry sent þeim fyrstu myndina af litlu stúlkunni.

Áður hefur Katrín Midd­let­on sagst vera himin­lifandi með nýjasta ættingjann. Þá hefur hún sagst vera afar spennt fyrir því að hitta Lili­bet loksins en Harry og Meg­han hafa haldið sig heima við í Los Angeles, enda litla stelpan ný­fædd.