Breska fjöl­­miðla­­konan og rit­höfundurinn De­borah James er látin, fer­tug að aldri. Bana­mein hennar var krabba­mein en hún hafði talað opin­skátt um bar­áttu sína á síðustu árum og skrifað bækur.

Í byrjun maí til­kynnti hún fylgj­endum sínum að hún væri komin á líknandi með­ferð vegna ristil­krabba­meins sem hún greindist fyrst með árið 2016. De­borah starfaði á ferli sínum fyrir BBC og þá hélt hún úti vin­sælum hlað­varps­þáttum.

„Þetta eru skila­­boðin sem ég vildi aldrei skrifa. Við erum búin að reyna allt saman, en líkaminn lætur sér ekki segjast,“ sagði De­borah í Insta­gram-færslu í maí­mánuði um leið og hún til­kynnti hvað væri í vændum.

De­borah, sem lætur eftir sig eigin­mann og tvö börn, hefur veitt fjölda fólks hvatningu og inn­blástur með æðru­­leysi sínu. Hún hefur skrifað bækur um bar­áttu sína sem notið hafa vin­­sælda, til dæmis bókina F*** You Cancer: How to face the big C, live your life and still be your­self sem kom út árið 2018.