Banda­ríski leikarinn David Schwimmer, sem lék Ross í Fri­ends, kemur þáttunum til varnar í nýju við­tali Guar­dian gegn þeim sem gagn­rýnt hafa þá fyrir kven­rembu og hómó­fóbíu. Þá leggur hann til að nýr þáttur ætti að vera með ein­göngu svörtum eða asískum leikurum.

Líkt og greint hefur verið frá hafa sumir lýst þeirri skoðun að ýmis efnis­tök þáttanna hafi elst illa. Í við­talinu segist Schwimmer þó ó­sam­mála þeirri gagn­rýni og full­yrðir að þættirnir, sem komu út árin 1994 til 2004, hafi verið fram­sæknir á sínum tíma.

„Kannski ætti að koma Fri­ends þættir með svörtum aðal­leikurum eða asískum aðal­leikurum,“ segir leikarinn. „En ég var mjög með­vitaður um skortinn á fjöl­breytninni og ég barðist fyrir því í mörg ár að Ross væri látinn fara út með lituðum konum.“

„Ein af fyrstu kærustunum sem ég var með í þáttunum var asísk amerísk kona og síðar meir fór ég út með afrískum amerískum konum. Það var mjög með­vitað af minni hálfu,“ segir leikarinn. Hann segir þættina einnig hafa boðið á­huga­verða sýn á trúar­brögð.

„Það er á­huga­vert að sjá hvernig þátturinn sýndi gyðing­dóm per­sónanna. Ég held ekki að það hafi verið grund­vallar­breyta fyrir alla, en ég er samt glaður að við höfðum að minnsta kosti einn þátt sem snerist ekki bara um jólin,“ segir hann. Hann segist hálf­pirraður yfir því að þættirnir séu dæmdir, að því er hann segir, án sam­hengis.

„Sann­leikurinn er sá að þátturinn var tíma­móta­þáttur á sínum tíma, fyrir það hvernig hann sýndi á svo léttan hátt kyn­líf, varið og ó­varið, hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra og sam­bönd,“ segir leikarinn.

„Fyrsti þátturinn var um að eigin­kona per­sónunnar minnar hefði yfir­gefið hann fyrir konu og það var brúð­kaup sam­kyn­hneigðra, minnar fyrr­verandi og konunnar hennar, sem ég fór í,“ segir Schwimmer.

„Mér finnst eins og vanda­málið í dag sé að svo fátt er skoðað út frá sam­henginu. Þú verður að skoða þetta út frá því sjónar­horni hvað þátturinn var að reyna að gera á þesum tíma. Ég er fyrsta manneskjan til að viður­kenna að sumt var kannski ó­við­eig­andi eða ó­nær­gætið, en mér finnst eins og mælirinn minn hafi verið góður á þessum tíma. Ég var mjög með­vitaður um fé­lags­leg á­lita­mál og jafn­réttis­mál.“

Hann segist ekki telja miklar líkur á raun­veru­legum Fri­ends endur­funda­þætti. „Ég bara held það sé ekki hægt, miðað við þá staði sem við erum á. Ég held að allir séu sam­mála, hvers vegna að hreyfa við því sem okkur fannst full­komin leið til að enda seríurnar? Ég myndi ekki vilja gera neitt fyrir pening. Það yrði að vera rök­rétt efnis­lega séð og ég hef ekki séð neitt sem yrði rök­rétt.“