Eftir þrettán tíma bið í gríðar­lega langri bið­röð í Lundúnum fékk fót­bolta­kappinn David Beck­ham loks að berja augum kistu Elísa­betar Bret­lands­drottningar og votta henni virðingu sína.

Er Beck­ham kom að kistunni brast hann í grát og hneigði sig líkt og sjá má í mynd­skeiði sem Sky birti.

„Þessi dagur var alltaf að fara að vera erfiður og hann er erfiður fyrir þjóðina, erfiður fyrir alla heims­byggðina, því ég held að allir finni fyrir þessu og hugur okkar er hjá fjöl­skyldunni og hjá öllum sem eru hér í dag. Því það er sér­stakt að vera hér, að fagna henni og hlýða á sögur fólks.“