Fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter verður birt á netinu og á Spotify næstu vikurnar. Einn kafli verður birtur í hverri viku en þá verður hægt að sjá og hlusta á frægar stjörnur sem og kunnugleg andlit úr galdraheiminum lesa bókina um Harry Potter og viskusteininn.

Hver stjarna mun lesa einn kafla bókarinnar, en þeir eru alls sautján.

Enginn annar en Harry sjálfur, Daniel Radcliffe,las fyrsta kafla bókarinnar.

Radcliffe, sem lék galdrastrákinn í kvikmyndaseríunni um Harry Potter, hefur glatt aðdáendur sína með því að snúa aftur í heim galdranna til að lesa fyrsta kaflann úr fyrstu bók JK Rowling.

Eddie Redmayne, Stephen Fry, Dakota Fanning og David Beckham eru meðal fræga sem taka þátt í verkefninu.

Myndskeiðin verða birt á vefsíðu J.K Rowling til að styðja við börn, foreldra, ummönnunaraðila og kennara í gegnum þessa fordæmalausu tíma. Einnig verður hægt að nálgast upptökurnar á Spotify.

Fyrsta myndskeiðið var birt í dag og heldur áfram í hverri viku fram á sumar.